Mikil spenna í kosningum í Noregi 12. september 2005 00:01 Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í dag. Stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkarnir eru hnífjafnir í skoðanakönnunum og enginn treystir sér til að spá fyrir um úrslitin. Þorri Norðmanna gengur að kjörborðinu í dag en nokkrir kusu raunar í gær, þeirra á meðal Kjell Magne Bondevik. Hann og aðrir frambjóðendur börðust um hvert atkvæði fram á síðustu stundu og í miðborg Oslóar var fólk að dreifa miðum og líma plaköt langt fram á kvöld. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að baráttan er geisihörð, kannanir eru mjög misvísandi, sýna ýmist stjórnarflokkana með örlítið forskot eða rauðgræna bandalag stjórnarandstöðunnar með Jens Stoltenberg í broddi fylkingar. Kosningar sem fyrir fram var búist við að yrðu heldur lítið spennandi stefna því í að vera mjög spennandi á lokasprettinum og á forsíðum norsku blaðana er því meira að segja slegið upp að þetta verði einhverjar tæpustu kosningar norskrar stjórnmálasögu. Kannanir benda til þess að einn af hverjum tíu kjósendum ákveði fyrst í kjörklefanum hvern hann kýs. Það er óhætt að segja að kosningamálin í Noregi séu nokkuð ólík því flestir eiga að venjast. Norðmenn eiga olíu, digra sjóði og eru flestir í góðum störfum. Gengi bréfa á norska hlutabréfamarkaðinum hefur þrefaldast síðan snemma árs 2003 og vextir eru í sögulegu lágmarki. Einhver kynni að velta því fyrir sér hvers vegna Kjell Magne Bondevik og stjórn hans var lengi vel í hættu þegar landslagið er jafn gott og raun ber vitni. En Norðmenn eru ekki sáttir og deilan stendur um olíuauðinn. Stjórnarandstaðan vill auka framlög til velferðarmála, menntakerfisins og ellilífeyrisþega. Stjórnarflokkarnir hafa raunar aukið þessi framlög nokkuð en vilja nú fyrst og fremst lækka skatta. Báðar fylkingarnar saka hina um að stefna öllu í voða. Framfaraflokkurinn gæti verið sá flokkur sem ræður úrslitum. Carl Ivar Hagen, leiðtogi hans, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki styðja Bondevik forsætisráðherra áfram, en Hagen og flokkur hans urðu í raun til þess að Bondevik gat myndað núverandi ríkisstjórn án þess að fá neitt fyrir sinn snúð. Innflytjendamál eru ofarlega á málefnalista Framfaraflokksins og gætu því skipti töluverðu máli. Að sama skapi gæti strandflokkurinn, sem er flokkur hvalveiðimanna, komið tveimur mönnum inn og þar með verið með pálmann í höndunum. Munurinn verður lítill hvernig sem fer og því er lögð áhersla á að allir mæti á kjörstað í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í dag. Stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkarnir eru hnífjafnir í skoðanakönnunum og enginn treystir sér til að spá fyrir um úrslitin. Þorri Norðmanna gengur að kjörborðinu í dag en nokkrir kusu raunar í gær, þeirra á meðal Kjell Magne Bondevik. Hann og aðrir frambjóðendur börðust um hvert atkvæði fram á síðustu stundu og í miðborg Oslóar var fólk að dreifa miðum og líma plaköt langt fram á kvöld. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að baráttan er geisihörð, kannanir eru mjög misvísandi, sýna ýmist stjórnarflokkana með örlítið forskot eða rauðgræna bandalag stjórnarandstöðunnar með Jens Stoltenberg í broddi fylkingar. Kosningar sem fyrir fram var búist við að yrðu heldur lítið spennandi stefna því í að vera mjög spennandi á lokasprettinum og á forsíðum norsku blaðana er því meira að segja slegið upp að þetta verði einhverjar tæpustu kosningar norskrar stjórnmálasögu. Kannanir benda til þess að einn af hverjum tíu kjósendum ákveði fyrst í kjörklefanum hvern hann kýs. Það er óhætt að segja að kosningamálin í Noregi séu nokkuð ólík því flestir eiga að venjast. Norðmenn eiga olíu, digra sjóði og eru flestir í góðum störfum. Gengi bréfa á norska hlutabréfamarkaðinum hefur þrefaldast síðan snemma árs 2003 og vextir eru í sögulegu lágmarki. Einhver kynni að velta því fyrir sér hvers vegna Kjell Magne Bondevik og stjórn hans var lengi vel í hættu þegar landslagið er jafn gott og raun ber vitni. En Norðmenn eru ekki sáttir og deilan stendur um olíuauðinn. Stjórnarandstaðan vill auka framlög til velferðarmála, menntakerfisins og ellilífeyrisþega. Stjórnarflokkarnir hafa raunar aukið þessi framlög nokkuð en vilja nú fyrst og fremst lækka skatta. Báðar fylkingarnar saka hina um að stefna öllu í voða. Framfaraflokkurinn gæti verið sá flokkur sem ræður úrslitum. Carl Ivar Hagen, leiðtogi hans, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki styðja Bondevik forsætisráðherra áfram, en Hagen og flokkur hans urðu í raun til þess að Bondevik gat myndað núverandi ríkisstjórn án þess að fá neitt fyrir sinn snúð. Innflytjendamál eru ofarlega á málefnalista Framfaraflokksins og gætu því skipti töluverðu máli. Að sama skapi gæti strandflokkurinn, sem er flokkur hvalveiðimanna, komið tveimur mönnum inn og þar með verið með pálmann í höndunum. Munurinn verður lítill hvernig sem fer og því er lögð áhersla á að allir mæti á kjörstað í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira