Innlent

Með fíkniefni í nærbuxunum

Ungt par rétt yfir tvítugu var tekið í Borgarnesi með tuttugu grömm af hassi. Lögreglan fann áhöld til fíkniefnaneyslu við umferðareftirlit. Parið var því fært á lögreglustöðina, leitað á því og í bílnum. Efnin fundust í nærbuxum annars þeirra. Málið er upplýst. Fólkinu hefur verið sleppt.

Einn af sextíu drukkinn

Um sextíu ökumenn voru stöðvaðir við umferðareftirlit lögreglunnar á Snæfellsnesi. Einn ökumannanna var ölvaður. Lögreglan verður með hert eftirlit í umferðinni fram að jólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×