Innlent

Einn játaði að eiga hassið

Fíkniefnahundur lögreglunnar á Akureyri fann á fimmtudagskvöld 120 grömm af hassi og 130 e-töflur á opnu svæði austan við íþróttahúsið Bogann á Akureyri. Efnin fundust eftir að athugull vegfarandi tilkynnti lögreglu um grunsamlegar ferðir ungs manns. Hann var horfinn á braut þegar lögreglan kom á vettvang.

Rannsókn lögreglu í kjölfarið leiddi til handtöku þriggja ungra manna um helgina. Einn þeirra hefur játað að eiga hassið, annar er talinn saklaus en rannsókn stendur enn yfir á þætti þriðja mannsins. Öllum mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×