Innlent

Ekki í nafni þjóðarinnar

Halldór Ásgrímsson
Forsætisráðherrann er gagnrýndur fyrir að bera fegurðardrottningunni Unni Birnu kveðju í nafni þjóðarinnar.
Halldór Ásgrímsson Forsætisráðherrann er gagnrýndur fyrir að bera fegurðardrottningunni Unni Birnu kveðju í nafni þjóðarinnar.

Verkefnisstýrur baráttuárs kvenna 2005 segja það tímaskekkju að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi sent Unni Birnu Vil­hjálms­dótt­ur al­-heims­fegurðar­drottningu heilla­óska­skeyti í nafni allrar íslensku þjóðarinnar.

Í yfirlýsingu sem Edda Jónsdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir og Rósa Erlingsdóttir undirrita segir meðal annars að með skeytinu geri forsætisráðherra lítið úr þeirri kröfu að konur séu metnar að verðleikum en ekki eftir ytra útliti. Þá þykir þríeykinu heillaóskskeytið tímaskekkja á 30 ára afmæli kvennaárs Sameinuðu þjóðanna og að nýloknum kvennafrídegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×