Innlent

Rok og snjóflóð á Dalvík

Mikið rok var á Dalvík í gær og fór bíll útaf norðan við bæinn klukkan tvö. Tvær eldri konur voru í honum en þær sluppu með skrekkinn. Á sama tíma féll snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla en það var minniháttar og var vegurinn því fljótlega opnaður á ný.

Það var hins vegar mikið líf í bænum aðfaranótt sunnudags því fjölmörg fyrirtæki héldu Litlu jólin fyrir starfsmenn sína. Bílarnir voru þó skildir eftir og menn gengu glaðir í bragði heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×