Innlent

Sektaður og svipt­ur leyfinu

Rúmlega tvítugur maður hefður verið sviptur ökuleyfi í þrjú ár og sektaður um 225 þúsund krónur. Aðfaranótt sunnudagsins 30. október ók maðurinn undir áhrifum áfengis og án ökuskírteinis austur Egilsbraut í Neskaupstað að húsi Landsbjargar við Nesgötu þar sem lögregla stöðvaði hann.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi, en þyngd refsingar hans skýrist nokkuð af fyrri afbrotum hans. Árið 2002 var hann dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, og sama ár var hann sektaður bæði fyrir hrað- og ölvunarakstur.


Tengdar fréttir

Fjarvistarsönnun staðfest

Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að fjalla á nýjan leik um þátt Tryggva Lárussonar í Dettifossmálinu svonefnda en það snýst um stórfelldan innflutning á fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×