Innlent

Ágreiningur um sölulistann

"Við gerðum athugasemdir við að ákveðin bóksala bauð bókaútgefendum að renna öllum stærri sölum gegnum kerfið hjá sér svo salan myndi telja þegar metsölulistinn væri tekinn saman," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu.

Félag íslenskra bókaútgefenda tók athugasemdirnar til greina enda slíkt eingöngu til þess fallið að skekkja metsölulistann sem birtur er í hverri viku. Munu því stórkaup á einni og sömu bókinni, eins og til að mynda ef fyrirtæki kaupa mörg eintök af sömu bók til gjafa, ekki verða skráð á íslenska metsölulistann.


Tengdar fréttir

Stefnuleysi og doði ríkjandi

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsvanda margra sveitarfélaga ekki einangraðan heldur tengist hann byggðastefnu stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×