Sport

Stóri-Sam vill kaupa Diouf

Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton Wanderers vill ólmur kaupa El-Hadji Diouf frá Liverpool þegar lánstíma hans hjá félaginu lýkur.  Diouf, sem er landsliðsmaður Senegal, hefur verið lykilmaður í liði Bolton á leiktíðinni og telur Allardyce hann manninn á bak við velgengni Bolton upp á síðkastið, en liðið er í harðri baráttu um Evrópusæti á næstu leiktíð. "Ef við höfum efni á honum þætti mér afar mikilvægt að fá hann til félagsins, því hann er maðurinn á bak við gott gengi okkar í vetur.  Það sést best á því að þegar hann gat ekki leikið með okkur um daginn af því hann meiddist í einhverjum asnalegum landsleik engu máli skipti, vorum við í vandræðum án hans og svo skoraði hann mikilvægt sigurmark okkar gegn Manchester City í síðasta leik sem sýnir hve mikilvægur hann er okkur", sagði Stóri-Sam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×