Innlent

Fékk hest ofan á sig

Maður slasaðist þegar hann lenti undir hesti sínum í Þverárdal, við Skíðadal, síðdegis í gær. Björgunarsveitin á Dalvík og Björgunarsveitin Tindur frá Ólafsfirði voru kallaðar út til aðstoðar þar sem flytja þurfti manninn nokkra leið niður á veg. Læknir og sjúkraflutningamenn komu á staðinn frá Dalvík og var sá slasaði borinn til móts við sjúkrabíl um fimm kílómetra leið. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×