Fimm hafa veikst af hermannaveiki 21. september 2005 00:01 Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira