Innlent

Féll af hestbaki

Varnarliðsmaður slasaðist þegar hann féll af hestbaki í grennd við Grindavík um áttaleytið í gærkvöldi. Hann var hálf meðvitundarlaus og blóð lak úr öðru eyra hans þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans en fréttastofunni er ekki nánar kunnugt um líðan hans. Slysið varð með þeim hætti að hestur hans fældist skyndilega og við það féll maðurinn af honum. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×