Innlent

Aukning á veikum hvolpum

Meira hefur borið á veikindum hjá hvolpun að undanförnu en eðlilegt er segir í fréttatilkynningu frá embætti yfirdýralæknis. Nokkrir hvolpar hafa drepist þó flestir nái sér eftir nokkra daga en veikindin lýsa sér með uppköstum og niðurgangi. Segir í tilkynningunni að sumir hvolpanna hafi einkenni sem geti bent til lifrarbólgu, en engin slík tilfelli hafa þó verið staðfest nýlega og hafa hundar ekki verið bólusettir gegn henni í nokkurn tíma. Grunur beinist enn aðallega að öðrum veirusýkingum en lifrarbólga hefur ekki verið útlokuð. Dýralæknar hafa verið hvattir að að senda sýni til rannsókna á Keldum til að ganga úr skugga um, um hvað ræðir. Þangað til vitað er hvað veldur veikindum hvolpanna er eigendum þeirra bent á að forðast að fara með hvolpana sína á staði þar sem mikið er af ókunnugum hundum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×