Innlent

Eldur á Klepps­vegi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkvilið vinnur á vettvangi að því að komast undir klæðningu hússins.
Slökkvilið vinnur á vettvangi að því að komast undir klæðningu hússins. Vísir/Lýður

Eldur kom upp undir klæðningu í blokk á Kleppsvegi í Reykjavík. Slökkvilið er á vettvangi.

Þetta staðfestir Ásgeir Valur Flosason hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Um minni eld var að ræða en talið var í fyrstu, en viðbragð lögreglu og slökkviliðs vegna eldsins var mikið. Rífa þurfti utan af húsinu til að komast að klæðningunni og slökkva alla mögulega glóð.

Engin slys urðu á fólki, og enn er unnið á vettvangi. Orsök eldsins liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum frá slökkviliðinu klukkan 13:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×