Pastellitanámskeið hjá Mími 12. október 2004 00:01 Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. "Pastel er þó virt tegund innan myndlistar í heiminum og gamlir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spánska Míró," segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engihjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. "Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning," segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig sprey til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar, með áhöldum og ólíkum tegundum pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vikur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum. Nám Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. "Pastel er þó virt tegund innan myndlistar í heiminum og gamlir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spánska Míró," segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engihjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. "Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning," segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig sprey til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar, með áhöldum og ólíkum tegundum pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vikur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum.
Nám Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira