Erlent

Hópsjálfsmorð skipulagt á netinu

Níu manns hafa fundist látnir í Japan, eftir það sem virðist vera hópsjálfsmorð, skipulagt á Netinu. Sjálfsmorðstíðni í Japan er með því hæsta sem gerist í heiminum. Í Japan er að finna fjöldan allan af vefsíðum fyrir fólk í sjálfsmorðshugleiðingum. Talið er að fólkið hafi kynnst í gegnum slíka síðu. Sjö ungmenni, um og undir tvítugu, fundust í sendiferðabíl utan við Tókíó. Tvær konur fundust í bíl sunnan við borgina. Öll létust þau vegna koltvísýringseitrunar. Einn hinna látnu sendi félaga sínum tölvupóst skömmu áður, þar sem hann tilkynnti fyrirætlun sína. Sá hringdi beint í lögreglu, en það var of seint. Lögregla hefur málið enn til rannsóknar, en talið er að tugir ungra japana hafi framið sjálfsmorð eftir að hafa kynnst á vefsíðum sem hvetja til þeirra. Sjálfsmorð meðal ungs fólks í Japan jukust um 22% í fyrra. Sjálfsmorðstíðnin í Japan er með því hæsta sem gerist í heiminum, 27 af hverjum hundrað þúsund fremja sjálfsmorð. Litlar skýringar hafa fundist á þessu, en margir kenna efnahagsástandi um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×