Ógnarstjórn flæmir burt starfsmenn 4. ágúst 2004 00:01 "Það er rétt, starfsmannaskipti hafa verið tíð hjá Sodexho og telja má að á annan tug starfsmanna hafa hreinlega hætt vegna framkomu yfirmanna þess," sagði Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður að Kárahnjúkum, þegar Fréttablaðið leitaði staðfestingar hjá honum á þessu alvarlega máli. Hann bætti við, að stjórnunarmál væru í betra horfi hjá Impregilo. Fyrirtækið Sodexho sér um mötuneytismál og þrif að Kárahnjúkum. Kvartanir starfsmanna þess vegna hrokafullrar framkomu og óttastjórnar yfirmanna þess eru ekki nýjar af nálinni. Í febrúar síðastliðnum sagði Aðalbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri AFLS, Starfsgreinafélags Austurlands, við Fréttablaðið að starfsfólk hefði kvartað mjög vegna hrokafullrar framkomu stjórnenda Sodexho. "Þeir hafa verið mjög erfiðir í samskiptum við starfsfólkið," sagði hann þá. "Ítrekað hefur verið talað við þá, þeir lofað bót og betrun, en ekkert breytist." Aðalbjörn bætti þá við, að "alltof mikið af kvörtunum" hefði borist vegna þessara yfirmanna og "starfsmannabreytingar verið miklar, eðli málsins samkvæmt". Oddur staðfesti að leiða mætti getum að því að yfirmennirnir notuðu stjórnunarstíl, þar sem " byggt væri á ótta og undirgefni". "Ummæli stjórnanda hjá Sodexho við aðstoðarmann minn í síðustu viku var kornið sem fyllti mælinn gjörsamlega. Hann sagði þá að kominn væri tími til að Íslendingar kæmust inn í 20. öldina á vinnumarkaði, hvað varðaði hlýðni, undirgefni og virðingu gagnvart yfirmönnum. Þeir þyrftu að læra að starfa í evrópsku umhverfi. Þetta er andinn." Spurður hvort starfsfólk fyrirtækisins kvartaði mikið við trúnaðarmanninn vegna þessa sagði Oddur, að það mætti hreinlega ekki tala við sig. "Hér eru menn jafnvel gripnir, hafi þeir verið að tala við mig og spurðir hvað ég hefði viljað. Þarna kemur fram ótti stjórnendanna við verkalýðsfélögin. Ég hef mótmælt þessu á fundi. En það er erfitt að taka á þessu, því þetta er huglægt ástand, sem ekki er hægt að þreifa á. Þetta er stjórnunarstíll sem var þekkur fyrir 40 árum og virðist viðvarandi hjá Sodexho að Kárahnjúkum. Ég ætla ekki að þetta sé starfsmannastefna Sodexho, heldur fyrst og fremst óheppni með þá yfirmenn fyrirtækisins sem starfa hér á landi." Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
"Það er rétt, starfsmannaskipti hafa verið tíð hjá Sodexho og telja má að á annan tug starfsmanna hafa hreinlega hætt vegna framkomu yfirmanna þess," sagði Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður að Kárahnjúkum, þegar Fréttablaðið leitaði staðfestingar hjá honum á þessu alvarlega máli. Hann bætti við, að stjórnunarmál væru í betra horfi hjá Impregilo. Fyrirtækið Sodexho sér um mötuneytismál og þrif að Kárahnjúkum. Kvartanir starfsmanna þess vegna hrokafullrar framkomu og óttastjórnar yfirmanna þess eru ekki nýjar af nálinni. Í febrúar síðastliðnum sagði Aðalbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri AFLS, Starfsgreinafélags Austurlands, við Fréttablaðið að starfsfólk hefði kvartað mjög vegna hrokafullrar framkomu stjórnenda Sodexho. "Þeir hafa verið mjög erfiðir í samskiptum við starfsfólkið," sagði hann þá. "Ítrekað hefur verið talað við þá, þeir lofað bót og betrun, en ekkert breytist." Aðalbjörn bætti þá við, að "alltof mikið af kvörtunum" hefði borist vegna þessara yfirmanna og "starfsmannabreytingar verið miklar, eðli málsins samkvæmt". Oddur staðfesti að leiða mætti getum að því að yfirmennirnir notuðu stjórnunarstíl, þar sem " byggt væri á ótta og undirgefni". "Ummæli stjórnanda hjá Sodexho við aðstoðarmann minn í síðustu viku var kornið sem fyllti mælinn gjörsamlega. Hann sagði þá að kominn væri tími til að Íslendingar kæmust inn í 20. öldina á vinnumarkaði, hvað varðaði hlýðni, undirgefni og virðingu gagnvart yfirmönnum. Þeir þyrftu að læra að starfa í evrópsku umhverfi. Þetta er andinn." Spurður hvort starfsfólk fyrirtækisins kvartaði mikið við trúnaðarmanninn vegna þessa sagði Oddur, að það mætti hreinlega ekki tala við sig. "Hér eru menn jafnvel gripnir, hafi þeir verið að tala við mig og spurðir hvað ég hefði viljað. Þarna kemur fram ótti stjórnendanna við verkalýðsfélögin. Ég hef mótmælt þessu á fundi. En það er erfitt að taka á þessu, því þetta er huglægt ástand, sem ekki er hægt að þreifa á. Þetta er stjórnunarstíll sem var þekkur fyrir 40 árum og virðist viðvarandi hjá Sodexho að Kárahnjúkum. Ég ætla ekki að þetta sé starfsmannastefna Sodexho, heldur fyrst og fremst óheppni með þá yfirmenn fyrirtækisins sem starfa hér á landi."
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira