Innlent

Sambýlismaðurinn segir ekkert

Fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir Sri Rhamawatis, þriggja barna móður sem ekkert hefur spurst til frá því aðfararnótt 4. júlí, hefur enn ekki tjáð sig við lögreglu um atburði næturinnar. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá sjötta júlí. Maðurinn er grunaður að hafa orðið Sri að bana og hefur nú setið í haldi á Litla Hrauni í sautján sólarhringa. Ummerki um barsmíðar voru á heimili hans og blóð úr Sri fannst í íbúð hans og bíl. Sumt hafði verið reynt að þrífa burt þegar lögregla kom á vettvang. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn ekkert tjáð sig um atburði næturinnar við yfirheyrslur lögreglu, næturinnar sem talið er að Sri hafi komið á heimili hans og ekkert hefur spurst til síðan þá. Hann var einnig þögull fyrir dómi í fyrradag þegar gæsluvarðhaldi yfir honum var framlengt um þrjár vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Geðrannsókn sem honum var gert að sæta er ekki hafin. Lögreglan segir rannsókn á hvarfi Sri vera í fullum gangi. Þeir rannsaki vísbendingar sem borist hafi og taka fram að eðlilegt sé að jafn viðamikil rannsókn og þessi sé tímafrek.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×