Langur biðtími á slysadeild 23. júlí 2004 00:01 "Ég hef starfað hér í mörg ár og að undanförnu hefur álagið verið með almesta móti," segir Ólafur R. Ingimarsson, læknir á bráða- og slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Biðtími fólks sem þangað sækir með eymsl og meiðsl er með lengsta móti og ekki óvenjulegt að bíða þurfi í allt að fjórar klukkustundir þegar verst lætur. Ólafur segir að fyrir komi að starfsfólkið sé að fram á nætur til að sinna öllum þeim sem óska aðstoðar. "Aðsóknin er óvenju mikil og þar fyrir utan er deildin undirmönnuð þannig að eitthvað verður undan að láta. Það starfa færri á deildinni á sumrin en á veturna þrátt fyrir að álagið sé að öllu jöfnu mun meira á sumrin. Það skýrist að hluta til af erlendum ferðamönnum en talsverður fjöldi þeirra þarf að koma hingað vegna slysa." Margir hafa orðið til að gagnrýna þennan langa biðtíma og hefur Fréttablaðið heimildir um tvö atvik þar sem tveimur börnum sem bæði voru með beinbrot var gert að bíða í þrjá tíma í biðstofu spítalans eftir lækni. Þrátt fyrir að börn geti fengið að bíða á sérstakri stofu þar sem leikföng og annað slíkt er í boði fer eðlilega lítið fyrir áhuga á slíku ef sár verkur er fyrir hendi. Unnið er eftir ákveðnu forgangskerfi á bráða- og slysadeild. Þannig skoðar læknir strax alla þá sem koma eftir alvarleg slys eða hjartáföll. Næst koma þeir sem hafa nýleg sár eða mikla verki og er reglan sú að reyna að hleypa þeim að innan 40 mínútna. Börn eru yfirleitt sett í þennan flokk. Síðast skoðar læknir þá sem vilja skoðun vegna gamalla áverka eða annarra minniháttar vandamála Á bráða- og slysadeildinni eru aðeins 17 skoðunarrými og á álagstímum er fólki gjarnan gert að bíða á göngum eða innri biðstofum. Engin sérstök bakvakt er fyrir deildina og er aldrei kallað út aukafólk nema brýna nauðsyn beri til eins og þegar um hópslys af einhverju tagi er að ræða. Fréttir Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
"Ég hef starfað hér í mörg ár og að undanförnu hefur álagið verið með almesta móti," segir Ólafur R. Ingimarsson, læknir á bráða- og slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Biðtími fólks sem þangað sækir með eymsl og meiðsl er með lengsta móti og ekki óvenjulegt að bíða þurfi í allt að fjórar klukkustundir þegar verst lætur. Ólafur segir að fyrir komi að starfsfólkið sé að fram á nætur til að sinna öllum þeim sem óska aðstoðar. "Aðsóknin er óvenju mikil og þar fyrir utan er deildin undirmönnuð þannig að eitthvað verður undan að láta. Það starfa færri á deildinni á sumrin en á veturna þrátt fyrir að álagið sé að öllu jöfnu mun meira á sumrin. Það skýrist að hluta til af erlendum ferðamönnum en talsverður fjöldi þeirra þarf að koma hingað vegna slysa." Margir hafa orðið til að gagnrýna þennan langa biðtíma og hefur Fréttablaðið heimildir um tvö atvik þar sem tveimur börnum sem bæði voru með beinbrot var gert að bíða í þrjá tíma í biðstofu spítalans eftir lækni. Þrátt fyrir að börn geti fengið að bíða á sérstakri stofu þar sem leikföng og annað slíkt er í boði fer eðlilega lítið fyrir áhuga á slíku ef sár verkur er fyrir hendi. Unnið er eftir ákveðnu forgangskerfi á bráða- og slysadeild. Þannig skoðar læknir strax alla þá sem koma eftir alvarleg slys eða hjartáföll. Næst koma þeir sem hafa nýleg sár eða mikla verki og er reglan sú að reyna að hleypa þeim að innan 40 mínútna. Börn eru yfirleitt sett í þennan flokk. Síðast skoðar læknir þá sem vilja skoðun vegna gamalla áverka eða annarra minniháttar vandamála Á bráða- og slysadeildinni eru aðeins 17 skoðunarrými og á álagstímum er fólki gjarnan gert að bíða á göngum eða innri biðstofum. Engin sérstök bakvakt er fyrir deildina og er aldrei kallað út aukafólk nema brýna nauðsyn beri til eins og þegar um hópslys af einhverju tagi er að ræða.
Fréttir Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira