Bakslag verði húsið ekki rifið 26. júlí 2004 00:01 Árni Jóhannesson, framkvæmdarstjóri byggingarfyrirtækisins sem á Austurbæjarbíó, segir ummæli forseta borgarstjórnar um að litlar líkur séu á að húsið verði rifið verulegt bakslag fyrir uppbyggingu á svæðinu. Árni segir málinu ekki lokið og fundar með borgaryfirvöldum í næstu viku. ÁHÁ-byggingarfyrirtækið keypti Austurbæjarbíó af Árna Samúlessyni fyrir tveimur árum og var ætlunin að rífa húsið og byggja minnst 60-70 íbúðir á lóðinni í fimm til sex hæða húsum. Árni Jóhannesson, framkvæmdastjóri byggingarfyrirtækisins, segir að kaupin á húsinu hafi fyrst og fremst tengst áformum Reykjavíkurborgar um að byggja upp og styrkja miðbæinn. Annars hefði fyrirtækið aldrei keypt bíóið. Skipulags- og byggingarnefnd borgarinnar hefur gefið grænt ljós á að íbúðarhús verði reist á lóðinni, þar sem Austurbæjarbíó hefur staðið frá árinu 1945, og hefur borgarráð tekið undir þá afstöðu. Arkitektar Minjasafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur hafa aftur á móti lagst eindregið gegn niðurrifi hússins sem þeir segja hluta af heildstæðri götumynd Snorrabrautar og áberandi hluta fúnkisskipulags Norðurmýrar. ÁHÁ-byggingarfyrirtækið hóf viðræður við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum um að byggja upp á lóð Austurbæjarbíós. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, sagði við fjölmiðla í morgun að hann teldi nær engar líkur á því að Austurbæjarbíó yrði rifið og samkvæmt skoðanakönnun Gallups vill mikill meirihluti borgarbúa að húsið standi áfram. Framkvæmdastjóri byggingarfyrirtækisins lítur svo á að viðræður séu enn í gangi við borgina um þessi mál en hann segir gríðarlega mikið hafa verið spurt um íbúðir á lóðinni. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að ummæli forseta borgarstjórnar væru verulegt bakslag í viðræðurnar og hann taldi að þrýstihópar væru að vinna gegn þeirra áformum. Kostnaður vegna undirbúnings hugsanlegra framkvæmda á lóðinni hleypur þegar á tugum milljóna króna og því brýnt að endanleg niðurstaða fáist um málið. Fulltrúar byggingarfyritækisins hafa verið boðaðir á fund með borgaryfirvöldum í næstu viku. Hægt er að horfa á frétt Stöðvar 2 um málið, þar sem jafnframt er viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttu, formann skipulagsnefndar Reykjavíkur, með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Árni Jóhannesson, framkvæmdarstjóri byggingarfyrirtækisins sem á Austurbæjarbíó, segir ummæli forseta borgarstjórnar um að litlar líkur séu á að húsið verði rifið verulegt bakslag fyrir uppbyggingu á svæðinu. Árni segir málinu ekki lokið og fundar með borgaryfirvöldum í næstu viku. ÁHÁ-byggingarfyrirtækið keypti Austurbæjarbíó af Árna Samúlessyni fyrir tveimur árum og var ætlunin að rífa húsið og byggja minnst 60-70 íbúðir á lóðinni í fimm til sex hæða húsum. Árni Jóhannesson, framkvæmdastjóri byggingarfyrirtækisins, segir að kaupin á húsinu hafi fyrst og fremst tengst áformum Reykjavíkurborgar um að byggja upp og styrkja miðbæinn. Annars hefði fyrirtækið aldrei keypt bíóið. Skipulags- og byggingarnefnd borgarinnar hefur gefið grænt ljós á að íbúðarhús verði reist á lóðinni, þar sem Austurbæjarbíó hefur staðið frá árinu 1945, og hefur borgarráð tekið undir þá afstöðu. Arkitektar Minjasafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur hafa aftur á móti lagst eindregið gegn niðurrifi hússins sem þeir segja hluta af heildstæðri götumynd Snorrabrautar og áberandi hluta fúnkisskipulags Norðurmýrar. ÁHÁ-byggingarfyrirtækið hóf viðræður við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum um að byggja upp á lóð Austurbæjarbíós. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, sagði við fjölmiðla í morgun að hann teldi nær engar líkur á því að Austurbæjarbíó yrði rifið og samkvæmt skoðanakönnun Gallups vill mikill meirihluti borgarbúa að húsið standi áfram. Framkvæmdastjóri byggingarfyrirtækisins lítur svo á að viðræður séu enn í gangi við borgina um þessi mál en hann segir gríðarlega mikið hafa verið spurt um íbúðir á lóðinni. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að ummæli forseta borgarstjórnar væru verulegt bakslag í viðræðurnar og hann taldi að þrýstihópar væru að vinna gegn þeirra áformum. Kostnaður vegna undirbúnings hugsanlegra framkvæmda á lóðinni hleypur þegar á tugum milljóna króna og því brýnt að endanleg niðurstaða fáist um málið. Fulltrúar byggingarfyritækisins hafa verið boðaðir á fund með borgaryfirvöldum í næstu viku. Hægt er að horfa á frétt Stöðvar 2 um málið, þar sem jafnframt er viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttu, formann skipulagsnefndar Reykjavíkur, með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira