Massíf úlpa í kuldanum 18. nóvember 2004 00:01 Aðspurður um hvaða flík sé í algjöru uppáhaldi þessa dagana þá er Kristján Ingi Gunnarsson, einn af þáttastjórnendum Ópsins í Sjónvarpinu, í engum vafa. "Ég er nýbúinn að kaupa mér rosalega hlýja og góða vetrarúlpu. Ég hugsaði að ég þyrfti að kaupa mér mjög massíva úlpu því það var orðið svo kalt," segir Kristján og ekki seinna vænna því kuldaboli er aldeilis kominn á stjá í öllu sínu veldi. "Ég keypti úlpuna í Dressman og lít því næstum því út eins og gaurarnir í Dressman-auglýsingunum. Þetta er ljós brún úlpa með hettu og það er loðkragi á hettunni. Hún heitir held ég Kanada og er rosa fín," segir Kristján sem reynir að komast hjá því að versla eins og alvörukarlmaður. "Ég versla ekki svo mikið. Ég reyni bara að kaupa mér föt þegar mig vantar föt. Ég er aldeilis engin fatafrík. Ég reyni samt að vera hagkvæmur í innkaupum og reyni að kaupa eitthvað flott og ódýrt. Það er eiginlega mitt mottó," segir Kristján sem kaupir sér örugglega ekki mikið í bráð þar sem úlpan góða er í algjöru uppáhaldi. Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Aðspurður um hvaða flík sé í algjöru uppáhaldi þessa dagana þá er Kristján Ingi Gunnarsson, einn af þáttastjórnendum Ópsins í Sjónvarpinu, í engum vafa. "Ég er nýbúinn að kaupa mér rosalega hlýja og góða vetrarúlpu. Ég hugsaði að ég þyrfti að kaupa mér mjög massíva úlpu því það var orðið svo kalt," segir Kristján og ekki seinna vænna því kuldaboli er aldeilis kominn á stjá í öllu sínu veldi. "Ég keypti úlpuna í Dressman og lít því næstum því út eins og gaurarnir í Dressman-auglýsingunum. Þetta er ljós brún úlpa með hettu og það er loðkragi á hettunni. Hún heitir held ég Kanada og er rosa fín," segir Kristján sem reynir að komast hjá því að versla eins og alvörukarlmaður. "Ég versla ekki svo mikið. Ég reyni bara að kaupa mér föt þegar mig vantar föt. Ég er aldeilis engin fatafrík. Ég reyni samt að vera hagkvæmur í innkaupum og reyni að kaupa eitthvað flott og ódýrt. Það er eiginlega mitt mottó," segir Kristján sem kaupir sér örugglega ekki mikið í bráð þar sem úlpan góða er í algjöru uppáhaldi.
Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira