Dansinn er góð líkamsrækt 30. ágúst 2004 00:01 Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá félagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum," segir Helga. "Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt." Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrartímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. "Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera." Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. "Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært," segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. "Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið." Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá félagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum," segir Helga. "Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt." Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrartímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. "Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera." Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. "Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært," segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. "Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið."
Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira