Erlent

Geta gift sig fjórtán ára

Drengir og stúlkur í rússneska héraðinu Oriol geta gengið í hjónaband fjórtán ára. Annars staðar í Rússlandi getur fólk gengið í hjónaband frá átján ára aldri en þingmenn á þingi héraðsins samþykktu nýlega löggjöf þar sem giftingaraldur er fjórum árum lægri en annars staðar í landinu. Það er í verkahring einstakra ríkja og héraða í Rússlandi að ákveða giftingaraldurinn. Stjórnvöld á landsvísu mæla með því að hann sé átján ár en héruðunum er í sjálfsvald sett að breyta út af því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×