Erlent

Dregið úr völdum forseta

Úkraínska þingið samþykkti í gær að draga úr völdum forsetans og ruddi þar með úr vegi einni hindrun í deilum stjórnar og stjórnarandstöðu um framtíð Úkraínu og framkvæmd forsetakosninganna 26. desember. Þingið samþykkti einnig að víkja yfirkjörstjórn landsins frá og skipa aðra í hennar stað til að sjá um framkvæmd kosninganna. Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseti, hefur um eins árs skeið beitt sér fyrir því að dregið yrði úr völdum forseta, að sögn andstæðinganna til að tryggja að hann hefði áfram áhrif þó stjórnarandstæðingur næði kjöri sem forseti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×