Erlent

Bandaríkin styrkja Palestínumenn

Bandaríkjastjórn hyggst veita Palestínumönnum tuttugu milljónir Bandaríkjadala í styrk vegna slæmrar fjárhagsstöðu palestínsku þjóðarinnar. Talsmaður innan Bandaríkjastjórnar segir að þetta verði vonandi til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið, enda veiti Palestínumönnum ekki af til þess að greiða niður miklar skuldir sínar, viðhalda stöðugleika og einbeita sér að því að ná fram góðum stjórnarháttum í landinu. Bandaríkjamenn vonast til þess að kjörinn verði forseti í Palestínu sem sé reiðubúinn til þess að hefja friðarviðræður við Ísrael á nýjan leik. Talið er að Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, gæti orðið sá maður og hann er líklegastur til þess að hreppa hnossið eftir að Marwan Barghouti lýsti því yfir að hann myndi líklega ekki gefa kost á sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×