Erlent

Tveir slösuðust í sprengingu

Tveir slösuðust og eins er saknað eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi. "Við leitum að eiganda íbúðarinnar, við vitum ekki hvort hann var heima hjá sér þegar sprengingin varð," sagði Björn Pihlblad, talsmaður lögreglunnar. Ein íbúð gjöreyðilagðist í sprengingunni og hrundi loftið í sprengingunni. Í gær var talin mikil hætta á því að húsið hryndi og hamlaði það aðgerðum á vettvangi. Ekki lá ljóst fyrir hvað olli sprengingunni en síðdegis hafði lögregla ekki orðið vör neinna verksummerkja sprengjuefna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×