Erlent

Geta greint smit mun fyrr en áður

Vísindamenn í Hong Kong segjast hafa þróað aðferð til að greina fuglaflensusmit í mönnum mun fyrr en áður. Nú sé hægt að greina það á fáeinum klukkustundum en gömlu prófin voru þess eðlis að það tók nokkra daga og upp í viku að greina smit. Skjót greining smits er afar mikilvæg í baráttunni við sjúkdóminn, sem hefur kostað 32 manns í Taílandi og Víetnam lífið það sem af er árinu. Nýja aðferðin felst í því að leita eftir mótefnisvökum líkamans gegn veirunni frekar en veirunni sjálfri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×