Erlent

La Scala opnað að nýju

La Scala í Mílanó var opnað í dag eftir þriggja ára viðgerð, breytingar og endurbætur sem kostuðu yfir fjóra milljarða króna. Breytingarnar voru mjög umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Það var meira að segja rifist um hvort ætti að pússa ljósakrónurnar eða ekki. Vinir óperunnar höfðuðu mál til þess að reyna að stöðva framkvæmdirnar en því var vísað frá. Og í dag var sem sagt verkinu lokið og þetta 200 ára gamla óperuhús opnað á ný með flutningi á óperunni Europa Reconosciuta eftir Antonio Salieri, sem í dag er einna þekktastur fyrir að hafa verið keppinautur Mozarts.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×