Erlent

Karzai settur í forsetaembætti

Hamid Karzai sór í dag embættiseið sem forseti Afganistans. Hann er fyrsti maðurinn sem hefur verið kjörinn til þessa embættis í lýðræðislegum kosningum. Karzai lofaði að koma á friði og umbylta efnahag landsins þannig að hann hætti að byggja á framleiðslu eiturlyfja. Meðal gesta við athöfnina var Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra. Þessir tveir menn áttu mestan þátt í því að koma Karzai í embætti forseta Afganistans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×