Erlent

Ástandið mun versna

Ástandið í Írak er slæmt, fer versnandi og engin teikn eru á lofti sem benda til að það breytist í bráð. Þetta er niðurstaða yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Bagdad, en New York Times greinir í morgun frá leynilegri skýrslu hans. Hann spáir enn frekari ofbeldisverkum og árásum, meðal annars trúarbragðaátökum, takist íröksku stjórnvöldum ekki að taka hraustlega í tauminn þegar í stað. Yfirmaðurinn segir slæmar horfur í öryggismálum, stjórnmálum og efnahagsmálum. Heimildarmenn blaðsins úr röðum bandarískra embættismanna taka undir mat yfirmanns CIA, en það er nánast í algjörri þversögn við þá mynd sem Bush Bandaríkjaforseti dró upp í kosningabaráttunni fyrir rúmum mánuði. Átján meintir uppreisnarmenn voru handsamaðir í Tíkrít í Írak í nótt, í aðgerðum Bandaríkjahers þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×