Erlent

Al-Qaeda bera ábyrgðina

Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Sádí Arabíu í gær. Á heimasíðu uppreisnarmanna segir að aðgerðin hafi kallast „baráttan fyrir frelsun Fallujah," fyrrverandi aðalvígi uppreisnarmanna, sem Bandaríkjamenn réðust inni í fyrir skömmu. Þar segir jafnframt að það hafi verið hópur andlegra ráðgjafa uppreisnarmannsins Abu Musab Al Zarqawi sem hafi framkvæmt árásina. Níu manns létust í árásinni, fjórir uppreisnarmenn og fimm starfsmenn ræðismannaskrifstofunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×