Innlent

Mislæg gatnamót sem fyrst

Umferðarþing samþykkti fyrir helgi ályktun um að skora á borgaryfirvöld að beita sér fyrir því að ráðast sem fyrst í byggingu mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Í ályktuninni segir að um gatnamótin fari nú 85 þúsund bílar á sólarhring og þar séu mestu slysagatnamót landsins. Tjón vegna gatnamótanna nemi um 100 milljónum króna árlega auk ómældra mannlegra þjáninga. Talið er að mislæg gatnamót geti fækkað slysum um allt að 90 prósentum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×