Innlent

Hægt að fækka slysum um 80-90%

Umferðarþing telur að hægt sé að fækka slysum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um 80 til 90 prósent með vel hönnuðum mislægum gatnamótum. Þetta kemur fram í ályktun sem þingið samþykkti. Þar er skorað á borgaryfirvöld að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í byggingu mislægra gatnamóta á þessum setað. Um þessi gatnamót fari nú um 85 þúsund bílar á sólarhring og þau séu mestu slysagatnamót landsins og tjónakostnaður vegna slysa þar nemi hundruð milljóna króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×