Vill halda í bjartsýnina 14. nóvember 2004 00:01 Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. Ná kennarar og sveitarfélög saman áður en gerðardómur tekur til starfa? Það ætla ég rétt að vona. Við höfum þessa daga og ef við notum þá vel er allt mögulegt. Við sögðum við löggjafann: Tíminn sem ætlaður var í frumvarpinu var að okkar mati óþarflega langur. Hann var styttur niður í þetta og það gæti auðvitað verið vísbending um hvort heldur sem væri. Kjarasamningar hafa stundum leyst á skemmri tíma en þessum dögum. En það þarf tvo til að leysa deiluna. Hvað þýðir það? Það þýðir að kennarar verða þá að endurskoða sína afstöðu. Sérðu fyrir þér að friður náist í skólastarfinu sem heldur til framtíðar? Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í raun og það vorkenni ég okkur ekki. Getur verið, í ljósi þess að réttur til náms er bundinn í lög, að sveitarfélögin hafi brugðist í að halda úti eðlilegu skólahaldi? Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin sem boðuðu til verkfalls. Það voru heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu atkvæði á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það þarf tvo til að semja og hvorki hægt að einfalda hlutina svo fyrir einum eða neinum að bara annar aðilinn hafi valdið því að samningar hafi ekki náðst. Það er líka misskilningur að menn hafi ekki, á þessum langa tíma sem samningar voru lausir áður en að verkfalli kom, verið í alvöru samtölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið. Finnur launanefndin fyrir miklum þrýstingi utan úr samfélaginu? Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að börnin fara inn í skólana og þessari þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir stendur auðvitað þessi vandi okkar að leiða mál til lykta. Í mínum huga má þannig skipta þessari lagasetningu í tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skólann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná saman. Ef það gengur ekki er þarna gerðardómurinn og við verðum bara að vona að hann fjalli þá um málið af sanngirni, bæði við sveitarfélögin og kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. Ná kennarar og sveitarfélög saman áður en gerðardómur tekur til starfa? Það ætla ég rétt að vona. Við höfum þessa daga og ef við notum þá vel er allt mögulegt. Við sögðum við löggjafann: Tíminn sem ætlaður var í frumvarpinu var að okkar mati óþarflega langur. Hann var styttur niður í þetta og það gæti auðvitað verið vísbending um hvort heldur sem væri. Kjarasamningar hafa stundum leyst á skemmri tíma en þessum dögum. En það þarf tvo til að leysa deiluna. Hvað þýðir það? Það þýðir að kennarar verða þá að endurskoða sína afstöðu. Sérðu fyrir þér að friður náist í skólastarfinu sem heldur til framtíðar? Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í raun og það vorkenni ég okkur ekki. Getur verið, í ljósi þess að réttur til náms er bundinn í lög, að sveitarfélögin hafi brugðist í að halda úti eðlilegu skólahaldi? Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin sem boðuðu til verkfalls. Það voru heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu atkvæði á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það þarf tvo til að semja og hvorki hægt að einfalda hlutina svo fyrir einum eða neinum að bara annar aðilinn hafi valdið því að samningar hafi ekki náðst. Það er líka misskilningur að menn hafi ekki, á þessum langa tíma sem samningar voru lausir áður en að verkfalli kom, verið í alvöru samtölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið. Finnur launanefndin fyrir miklum þrýstingi utan úr samfélaginu? Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að börnin fara inn í skólana og þessari þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir stendur auðvitað þessi vandi okkar að leiða mál til lykta. Í mínum huga má þannig skipta þessari lagasetningu í tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skólann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná saman. Ef það gengur ekki er þarna gerðardómurinn og við verðum bara að vona að hann fjalli þá um málið af sanngirni, bæði við sveitarfélögin og kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira