Nýr kafli í friðarferlinu 11. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lést í nótt eftir hálfs mánaðarlanga sjúkrahúslegu þar sem heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt. Arafat, sem var sjötuíu og fimm ára, var úrskurðaður látinn klukkan hálf þrjú í nótt vegna almennrar líffærabilunar en hann hafði legið í dái síðustu daga. Lík hans verður nú flutt til Kaíró í Egyptalandi og þar mun opinber útför hans fara fram á morgun. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki að Arafat verði jarðsettur í Jerúsalem eins og yfirvöld í Palestínu og Arafat vildi reyndar sjálfur. Dómsmálaráðherra Ísraels lýsti því yfir að Jerúsalem væri greftrunarstaður ísraelskra konunga en ekki palestínskra hryðjuverkamanna. Arafat verður hins vegar jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag. Stjórnvöld í Palestínu hafa lýst yfir fjörutíu daga sorgartímabili. Íslensk stjórnvöld hafa vottað palestínsku þjóðinni samúð sína en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að fráfall Arafats hafi ekki komið á óvart. Hann hafi hitt forsetann fyrir 2-3 þremur árum og þá hafi hann verið orðinn mjög sjúkur. Halldór segir lífshlaup Arafats samofið palestínsku þjóðinni og baráttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði. „Hann var afskaplega merkilegur maður sem leitt hefur þessa baráttu í langan tíma. Það er ljóst að með fráfalli hans skapast tómarúm en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu, og þar eru það að sjálfsögðu Bandaríkjamenn sem geta skipt sköpum,“ segir Halldór. Arafat hefur leitt sjálfsstæðisbaráttu Palestínumanna í meira en fjörutíu ár og á þeim tíma hafa margir Íslendingar sótt hann heim, þar á meðal a.m.k. tveir ráðherrar: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lést í nótt eftir hálfs mánaðarlanga sjúkrahúslegu þar sem heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt. Arafat, sem var sjötuíu og fimm ára, var úrskurðaður látinn klukkan hálf þrjú í nótt vegna almennrar líffærabilunar en hann hafði legið í dái síðustu daga. Lík hans verður nú flutt til Kaíró í Egyptalandi og þar mun opinber útför hans fara fram á morgun. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki að Arafat verði jarðsettur í Jerúsalem eins og yfirvöld í Palestínu og Arafat vildi reyndar sjálfur. Dómsmálaráðherra Ísraels lýsti því yfir að Jerúsalem væri greftrunarstaður ísraelskra konunga en ekki palestínskra hryðjuverkamanna. Arafat verður hins vegar jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag. Stjórnvöld í Palestínu hafa lýst yfir fjörutíu daga sorgartímabili. Íslensk stjórnvöld hafa vottað palestínsku þjóðinni samúð sína en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að fráfall Arafats hafi ekki komið á óvart. Hann hafi hitt forsetann fyrir 2-3 þremur árum og þá hafi hann verið orðinn mjög sjúkur. Halldór segir lífshlaup Arafats samofið palestínsku þjóðinni og baráttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði. „Hann var afskaplega merkilegur maður sem leitt hefur þessa baráttu í langan tíma. Það er ljóst að með fráfalli hans skapast tómarúm en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu, og þar eru það að sjálfsögðu Bandaríkjamenn sem geta skipt sköpum,“ segir Halldór. Arafat hefur leitt sjálfsstæðisbaráttu Palestínumanna í meira en fjörutíu ár og á þeim tíma hafa margir Íslendingar sótt hann heim, þar á meðal a.m.k. tveir ráðherrar: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira