Heilsuátak í Kópavogi 5. nóvember 2004 00:01 Sjúkraþjálfun Kópavogs hefur í vetur hrundið af stað margskonar heilsuátaksnámskeiðum og kennir þar ýmissa grasa. "Okkur finnst gaman að segja frá því að nú er komið í gang heilsuátak fyrir grunnskólabörn sem eru yfir kjörþyngd. Þetta gerum við í samvinnu við hjúkrunarfræðinga skólanna," segir Kristján Hj. Ragnarsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. "Hugmyndin var að reyna að ná í þessi börn og bjóða þeim upp á þjálfun innan stundaskrár sem gæti þá komið í staðinn fyrir leikfimina í skólanum. Þessir krakkar verða oft út undan í leikfimistímum og eru ekki í íþróttafélögunum þannig að þetta er líka stuðningur við íþróttakennarana sem þurfa að taka mið af getu allra í bekknum. Tölur sýna að þessi hópur fer stækkandi og okkur finnst þurfa að sinna honum sérstaklega. Niðurstaðan varð að bjóða upp á námskeið strax þegar skólatíma lýkur. Þetta hefur farið vel af stað, við héldum fundi með skóalstjórnendum og skólahjúkrunarfræðingum og náðum að tengja þetta saman. Við trúum að þetta sé nýjung sem muni takist vel og leggjum áherslu á að fá foreldra til okkar í fræðslu þannig að allir vinni vel saman. " Sjúkraþjálfun Kópavogs býður líka upp á heilsuátaksnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. "Við höfum verið með svokallaða stafagöngu og svo gönguhópa, þar sem fólk gengur með íþróttafræðingum. Þetta er bæði fyrir byrjendur og lengra komna," segir Kristján. "Þá bjóðum við upp á tíma í líkamsrækt eldsnemma á morgnana, í hádeginu og seinni partinn, eftir því hvað fólki hentar. Það eru ekki nema fimm í hverjum hóp þannig að nálægðin við íþróttafræðinginn er mikil og eftirlitið virkara. Hjalti Kristjánsson íþróttafræðingur sér um námskeiðin en áhersla er lögð á að faghópar vinni saman. Við erum með næringarfræðing í samstarfi við okkur sem heldur fyrirlestra og leiðbeinir um mataræði og höldum vel utan um okkar viðskiptavini." Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sjúkraþjálfun Kópavogs hefur í vetur hrundið af stað margskonar heilsuátaksnámskeiðum og kennir þar ýmissa grasa. "Okkur finnst gaman að segja frá því að nú er komið í gang heilsuátak fyrir grunnskólabörn sem eru yfir kjörþyngd. Þetta gerum við í samvinnu við hjúkrunarfræðinga skólanna," segir Kristján Hj. Ragnarsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. "Hugmyndin var að reyna að ná í þessi börn og bjóða þeim upp á þjálfun innan stundaskrár sem gæti þá komið í staðinn fyrir leikfimina í skólanum. Þessir krakkar verða oft út undan í leikfimistímum og eru ekki í íþróttafélögunum þannig að þetta er líka stuðningur við íþróttakennarana sem þurfa að taka mið af getu allra í bekknum. Tölur sýna að þessi hópur fer stækkandi og okkur finnst þurfa að sinna honum sérstaklega. Niðurstaðan varð að bjóða upp á námskeið strax þegar skólatíma lýkur. Þetta hefur farið vel af stað, við héldum fundi með skóalstjórnendum og skólahjúkrunarfræðingum og náðum að tengja þetta saman. Við trúum að þetta sé nýjung sem muni takist vel og leggjum áherslu á að fá foreldra til okkar í fræðslu þannig að allir vinni vel saman. " Sjúkraþjálfun Kópavogs býður líka upp á heilsuátaksnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. "Við höfum verið með svokallaða stafagöngu og svo gönguhópa, þar sem fólk gengur með íþróttafræðingum. Þetta er bæði fyrir byrjendur og lengra komna," segir Kristján. "Þá bjóðum við upp á tíma í líkamsrækt eldsnemma á morgnana, í hádeginu og seinni partinn, eftir því hvað fólki hentar. Það eru ekki nema fimm í hverjum hóp þannig að nálægðin við íþróttafræðinginn er mikil og eftirlitið virkara. Hjalti Kristjánsson íþróttafræðingur sér um námskeiðin en áhersla er lögð á að faghópar vinni saman. Við erum með næringarfræðing í samstarfi við okkur sem heldur fyrirlestra og leiðbeinir um mataræði og höldum vel utan um okkar viðskiptavini."
Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira