Erlent

Fyrrum forseti sýknaður

Rolandas Paksas, fyrrum forseti Litháens, var á mánudag sýknaður af ákærum um að hafa greint fjárhagslegum bakhjarli sínum frá ríkisleyndarmálum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fyrir því að forsetinn fyrrverandi hefði gert það sem hann var sakaður um. Þing Litháens vék Paksas úr embætti vegna ásakana um að hann hefði sagt frá ríkisleyndarmálum og hjálpað Yuri Borisov, rússneskum bakhjarli sínum, að fá litháenskan ríkisborgararétt. Eftir á að rétta um síðara málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×