Erlent

Ríkisstjórn mynduð sem fyrst

Albanskir stjórnmálaflokkar eru sigurvegarar kosninganna í Kósóvó. Við því var reyndar búist þar sem um níutíu prósent íbúa héraðsins eru af albönsku bergi brotin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó hvöttu í dag leiðtoga albönsku flokkanna til að mynda nýja ríkisstjórn sem fyrst þar sem nýtt þing yrði að uppfylla fjölda skilyrða um mannréttindi, öryggi og löggæslu innan átta mánaða. Að því loknu væri hægt að ræða sjálfstæði héraðsins og aðskilnað frá Serbíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×