Erlent

Morðinginn gengur enn laus

Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðanna á konu og átta ára dreng í Linköping í fyrradag. Pilturinn var myrtur á leið sinni í skólann og konan skammt frá. Morðinginn er talinn vera rúmlega tvítugur. "Við höfum ekki náð svo langt að við getum sagt að við nálgumst gerandann," sagði Tommy Håkansson lögregluforingi á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að lögreglunni hefðu þó borist vísbendingar sem hún vinnur úr. Hann viðurkenndi þó að lögregla væri engu nær um hver morðinginn væri nú en hún var í fyrradag að því er fram kom í fréttatíma sænska ríkisútvarpsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×