Erlent

Veikindin aldrei útskýrð

Orsakir persaflóaheilkennisins svokallaða, sem eru óútskýrð veikindi hermanna sem börðust í fyrra Íraksstríðinu, verður líklega aldrei hægt að staðfesta. Yfir sex þúsund hermenn sem börðust við Persaflóa í upphafi tíunda áratugarins þjást nú af óútskýrðum einkennum af ýmsu tagi, svo sem þunglyndi, síþreytu, krabbameini, stöðugum svima og ógleði og höfuðverkjum. Í síðustu viku var því slegið fram af vísindamönnum í Bandaríkjunum að orsök sjúkdómanna væri annað hvort áhrif vegna taugagass Íraka eða áhrif lyfja sem hermenn voru látnir taka til að verja þá fyrir efnavopnum. Vísindamenn í Bretlandi segja hins vegar að útilokað muni reynast að sýna fram á þetta, enda sé langt um liðið og því ekki hægt að finna bein orsakatengsl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×