Menning

Áfengisskattur hæstur á Íslandi

Áfengisgjald, sérstakur skattur íslenska ríkisins af áfengi, er með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt úttekt Neytendablaðsins. Það er helst að áfengisgjald í Noregi sé svipað því sem hér þekkist. Áfengisgjaldið ákvarðast af alkóhómagni vökvans; því sterkarar sem áfengið er, því hærri er skatturinn. Áfengisgjaldið sem lagt er á vodkaflösku nemur um 80 prósentum af verðinu og af bjór og léttvíni eru það 65 prósent af verðinu sem renna til ríkisins. Samkvæmt fjárlögum í ár var gert ráð fyrir sjö milljörðum króna í ríkiskassann af áfengisgjaldi. Í samantekt Neytendablaðsins kemur fram að Ísland og Noregur bera höfuð og herðar yfir öll lönd Evrópu þegar kemur að þessari skattlagningu. Ef litið er til áfengisgjalds af bjór sést að Ísland og Noregur eru hæst, og Noregur reyndar ívið hærri en Ísland. Önnur Norðurlönd skera sig líka úr hvað þetta varðar. Ísland hefur vinninginn þegar skoðað er áfengisgjald af sterku áfengi og það sama má segja þegar litið er til áfengisgjalds af léttvíni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×