Erlent

Sakaður um að leyna upplýsingum

Bandarískur öldungadeildarþingmaður sakar ríkisstjórn George Bush um að hafa haldið leyndum upplýsingum um tengsl yfirvalda í Sádi-Arabíu við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin ellefta september. Það er demókratinn Bob Graham, þingmaður frá Flórída, sem heldur þessu fram og hefur skrifað bók um málið. Graham er fyrrverandi formaður leyniþjónustunefndar þingsins og skrifar í bókinni um erfiðleikana sem þingnefndin lenti í við að afla sér upplýsinga um hryðjuverkaárásirnar. Meðal annars neitaði leyniþjónusta Bandaríkjanna, FBI, nefndinni um leyfi til að yfirheyra leigusala hryðjuverkamannanna, væntanlega vegna þess, segir Graham, að þá hefðu tengsl þeirra við yfirvöld í Sádi- Arabíu komið í ljós. Repúblikanar segja þetta óraunsæjar samsæriskenningar og Sádi-Arabísk yfirvöld vísa þessum ásökunum á bug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×