Sport

Sviptur bronsverðlaunum

Gríski lyftingamaðurinn Leonidas Sampanis hefur verið sviptur bronsverðlaunum á Ólympíuleikunum í Aþenu, þar sem hann féll lyfjaprófi. Testósterónmagn var tvöfalt það sem leyfilegt er. Níu lyftingamenn hafa þar með fallið á lyfjaprófi, en þetta er fyrsta tilfellið þar sem verðlaun eru tekin af íþróttamanni á leikunum. Sampanis hlaut bronsverðlaun í 62ja kílógramma flokki á mánudag en hann hefur tvívegis hlotið silfurverðlaun á Ólympíuleikum. Hann segist saklaus af lyfjamisnotkun. Hann segist eiga verðlaunin skilið og hann ætli ekki að skila þeim. Læknar hafa þó sýnt fram á að testósterónhormónið í líkama Sampanis hljóti að koma úr utanaðkomandi efnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×