Ætla að vera inni á topp tíu 21. ágúst 2004 00:01 Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Sjá meira
Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Sjá meira