Erfitt hjá Erni 19. ágúst 2004 00:01 "Eins og við mátti búast gerði sundkappinn Örn Arnarson ekki miklar rósir í 50 metra skriðsundi í Aþenu í gær. Tími hans, 23,84 sekúndur, er samt viðunandi því hann undirbjó sig ekki fyrir leikana með það í huga að keppa í þessu sundi. Örn var sjötti í sínum riðli. "Ég gerði nokkur mistök í þessu sundi. Ég tók allt of mikið af tökum og var farinn að sóla um mitt sundið. Það verður bara að hafa það, held ég. Ég er samt í sjálfu sér ekkert ósáttur því þetta er alveg þokkalegur tími en hefði vissulega getað orðið betri," sagði Örn skömmu eftir að hann steig úr lauginni í Aþenu í gær en Íslandsmet hans er 23,15 sekúndur. Þrátt fyrir að Ólympíuleikarnir hjá Erni hafi aðeins staðið yfir í tæpar 24 sekúndur að þessu sinni er hann ánægður með dvölina í Aþenu. Hann sagði sjálfur um daginn að þrátt fyrir vonbrigðin að geta ekki keppt í sínum sterkustu greinum ætlaði hann að reyna að hjálpa félögum sínum og vera hluti af hópnum. "Það er góður mórall í þessum hópi og allir ná mjög vel saman sem skiptir öllu. Fólk er sífellt að rífa hvert annað upp þegar á þarf að halda og það er alveg frábært. Það er búið að vera virkilega gaman að taka þátt í þessu hérna," sagði Örn Arnarson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Sjá meira
"Eins og við mátti búast gerði sundkappinn Örn Arnarson ekki miklar rósir í 50 metra skriðsundi í Aþenu í gær. Tími hans, 23,84 sekúndur, er samt viðunandi því hann undirbjó sig ekki fyrir leikana með það í huga að keppa í þessu sundi. Örn var sjötti í sínum riðli. "Ég gerði nokkur mistök í þessu sundi. Ég tók allt of mikið af tökum og var farinn að sóla um mitt sundið. Það verður bara að hafa það, held ég. Ég er samt í sjálfu sér ekkert ósáttur því þetta er alveg þokkalegur tími en hefði vissulega getað orðið betri," sagði Örn skömmu eftir að hann steig úr lauginni í Aþenu í gær en Íslandsmet hans er 23,15 sekúndur. Þrátt fyrir að Ólympíuleikarnir hjá Erni hafi aðeins staðið yfir í tæpar 24 sekúndur að þessu sinni er hann ánægður með dvölina í Aþenu. Hann sagði sjálfur um daginn að þrátt fyrir vonbrigðin að geta ekki keppt í sínum sterkustu greinum ætlaði hann að reyna að hjálpa félögum sínum og vera hluti af hópnum. "Það er góður mórall í þessum hópi og allir ná mjög vel saman sem skiptir öllu. Fólk er sífellt að rífa hvert annað upp þegar á þarf að halda og það er alveg frábært. Það er búið að vera virkilega gaman að taka þátt í þessu hérna," sagði Örn Arnarson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Sjá meira