Ísinn brotinn 18. ágúst 2004 00:01 Það var hrein unun að fylgjast með "strákunum okkar" á gólfi Pavilion-hallarinnar í Aþenu í gær. Eftir að hafa lagt mikið á sig í fyrstu tveim leikjunum án þess að uppskera nokkuð mætti liðið enn ákveðnara í leikinn gegn Slóvenum og hver einasti maður var staðráðinn í því að skila sínu. Með samstilltu átaki tókst Íslendingum loksins að brjóta ísinn. Þeir tóku forystu sem þeir héldu og unnu að lokum glæstan sigur. Leikurinn fór reyndar ekkert sérstaklega vel af stað. Íslenska liðið var fljótlega lent undir, 3-7, en með mikilli baráttu spilaði það sig inn í leikinn á ný og jafnaði 7-7. Það var reyndar ótrúlegt að það skyldi takast því slóvenski markvörðurinn, Beno Lapanje, var nánast búinn að múra fyrir markið. Hinum megin á vellinum var stórskyttan Siarhei Rutenka í fantaformi og skoraði nánast að vild. Með áframhaldandi baráttu tókst íslenska liðinu samt að halda jöfnu í leikhlé, 10-10. Íslenska liðið mætti enn grimmara til síðari hálfleiksins, tók strax frumkvæðið í leiknum og lenti aðeins einu sinni undir í síðari hálfleiknum, 12-13. Með frábærum varnarleik og hröðum og öguðum sóknarleik bættu strákarnir jafnt og þétt við forystuna. Þeir héldu síðan tveggja til þriggja marka forystu allt þar til Slóvenar tóku við sér og jöfnuðu, 21-21, með aðeins ellefu mínútur eftir. Lapanje var aftur vaknaður og óttuðust margir að nú myndu Slóvenarnir valta yfir okkur. Þá fór í hönd einhver magnaðasti leikkafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu í áraraðir. Þegar Slóvenar hefðu getað tekið forystuna stal íslenska liðið boltanum, Garcia skoraði úr hraðaupphlaupi og komst í 22-21. Í kjölfarið fylgdu þrjú glæsileg mörk frá Guðjóni Vali, tvö úr hraðaupphlaupum, og Ísland var komið með hreðjatak á leiknum, 25-21. Þessa forystu létu strákarnir aldrei af hendi og fögnuðurinn var ósvikinn í leikslok enda eru strákarnir búnir að bíða lengi og vinna vel fyrir þessum sigri. Það er hálfósanngjarnt að telja upp einhverja sérstaka menn sem sköruðu fram úr í leiknum. Þetta var sigur liðsheildarinnar og allir skiluðu sínu og vel það. Varnarleikurinn var hreint stórkostlegur og frábært að var að fylgjast með hvernig liðið lamaði hann öfluga Vugrinec. Guðmundur stóð síðan vaktina vel fyrir aftan. Sóknarleikurinn var mjög líflegur og skynsamur þar sem menn misstu aldrei móðinn og virtust alltaf eiga svör við fjölbreyttum varnarleik Slóvena. Innkoma þeirra Róberts, Gylfa og Ásgeirs af bekknum var frábær og sérstaklega var Róbert öflugur. Þetta íslenska lið hefur lært lexíu í hverjum leik í Aþenu og stöðugt bætt leik sinn. Mikill stígandi hefur verið í spilinu og allt small síðan saman gegn Slóvenum. Það var orðið langt síðan liðið vann síðast leik á stórmóti. Ísinn hefur loksins verið brotinn og það er vonandi að strákarnir fylgi því eftir með álíka leikjum. henry@frettabladid.is Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Það var hrein unun að fylgjast með "strákunum okkar" á gólfi Pavilion-hallarinnar í Aþenu í gær. Eftir að hafa lagt mikið á sig í fyrstu tveim leikjunum án þess að uppskera nokkuð mætti liðið enn ákveðnara í leikinn gegn Slóvenum og hver einasti maður var staðráðinn í því að skila sínu. Með samstilltu átaki tókst Íslendingum loksins að brjóta ísinn. Þeir tóku forystu sem þeir héldu og unnu að lokum glæstan sigur. Leikurinn fór reyndar ekkert sérstaklega vel af stað. Íslenska liðið var fljótlega lent undir, 3-7, en með mikilli baráttu spilaði það sig inn í leikinn á ný og jafnaði 7-7. Það var reyndar ótrúlegt að það skyldi takast því slóvenski markvörðurinn, Beno Lapanje, var nánast búinn að múra fyrir markið. Hinum megin á vellinum var stórskyttan Siarhei Rutenka í fantaformi og skoraði nánast að vild. Með áframhaldandi baráttu tókst íslenska liðinu samt að halda jöfnu í leikhlé, 10-10. Íslenska liðið mætti enn grimmara til síðari hálfleiksins, tók strax frumkvæðið í leiknum og lenti aðeins einu sinni undir í síðari hálfleiknum, 12-13. Með frábærum varnarleik og hröðum og öguðum sóknarleik bættu strákarnir jafnt og þétt við forystuna. Þeir héldu síðan tveggja til þriggja marka forystu allt þar til Slóvenar tóku við sér og jöfnuðu, 21-21, með aðeins ellefu mínútur eftir. Lapanje var aftur vaknaður og óttuðust margir að nú myndu Slóvenarnir valta yfir okkur. Þá fór í hönd einhver magnaðasti leikkafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu í áraraðir. Þegar Slóvenar hefðu getað tekið forystuna stal íslenska liðið boltanum, Garcia skoraði úr hraðaupphlaupi og komst í 22-21. Í kjölfarið fylgdu þrjú glæsileg mörk frá Guðjóni Vali, tvö úr hraðaupphlaupum, og Ísland var komið með hreðjatak á leiknum, 25-21. Þessa forystu létu strákarnir aldrei af hendi og fögnuðurinn var ósvikinn í leikslok enda eru strákarnir búnir að bíða lengi og vinna vel fyrir þessum sigri. Það er hálfósanngjarnt að telja upp einhverja sérstaka menn sem sköruðu fram úr í leiknum. Þetta var sigur liðsheildarinnar og allir skiluðu sínu og vel það. Varnarleikurinn var hreint stórkostlegur og frábært að var að fylgjast með hvernig liðið lamaði hann öfluga Vugrinec. Guðmundur stóð síðan vaktina vel fyrir aftan. Sóknarleikurinn var mjög líflegur og skynsamur þar sem menn misstu aldrei móðinn og virtust alltaf eiga svör við fjölbreyttum varnarleik Slóvena. Innkoma þeirra Róberts, Gylfa og Ásgeirs af bekknum var frábær og sérstaklega var Róbert öflugur. Þetta íslenska lið hefur lært lexíu í hverjum leik í Aþenu og stöðugt bætt leik sinn. Mikill stígandi hefur verið í spilinu og allt small síðan saman gegn Slóvenum. Það var orðið langt síðan liðið vann síðast leik á stórmóti. Ísinn hefur loksins verið brotinn og það er vonandi að strákarnir fylgi því eftir með álíka leikjum. henry@frettabladid.is
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu