Stefán og Gunnar á sínum fyrstu ÓL 18. ágúst 2004 00:01 Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira