Á sínum fyrstu ólympíuleikum 13. október 2005 14:32 Ragnheiður Ragnarsdóttir er 19 ára Garðbæingur sem er kominn á sína fyrstu Ólympíuleika. Það leynir sér ekki þegar fylgst er með Ragnheiði á æfingu að hún nýtur þess í botn að vera komin til Aþenu. "Það er ekkert smá frábært að vera komin hingað. Þetta er ekkert smá stórt eitthvað og aðstaðan alveg stórkostleg og þetta er bara æðislegt," sagði Ragnheiður með glampa í augunum og nokkuð ljóst að hún meinti hvert orð. "Þetta er ekkert líkt því sem ég átti von á. Ég var búin að búast við einhverju stóru og flottu en þetta er enn stærra en ég gerði mér vonir um. Ég er mjög ánægð með allt hérna." Ragnheiður syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar en samhliða sundinu stundar hún nám á fatahönnunarbraut í FG. Hún hefur haft góðan aðlögunartíma í Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst með félögum sínum keppa. "Það er misjafnt hvernig ég finn mig í lauginni en mér finnst hún mjög góð. Mér finnst fínt að hafa hana úti. Maður er vanur því heima og því er þetta bara gott fyrir okkur," sagði Ragnheiður, sem keppir bæði í 50 og 100 metra skriðsundi. Lengra sundið er á undan. "Ég er mjög bjartsýn fyrir þessa leika. Ég verð að vera bjartsýn og í góðu skapi því þá gengur mér alltaf mjög vel. Það er auðvitað pínu stress en það er fyrst og fremst tilkomið út af því að þetta er svo gaman. Ég stefni að því að bæta Íslandsmetin í báðum greinum," sagði Ragnheiður en hún á bæði metin sjálf. "Ég held að ég sé í formi til þess að slá metin. Ég er búin að æfa ansi lengi fyrir þessa leika. Hef lagt mikla áherslu á tækni og þol. Ég var að æfa tvisvar á dag og líka í þreki. Hef verið mjög dugleg við að fara í þrek og styrkja mig aðeins. Ég er í hörkuformi." Ragnheiður kemur fyrir sem ákaflega glaðlynd og skemmtileg stúlka og hún ætlar að fara í gegnum mótið á gleðinni. "Ég vona svo sannarlega að ég nái að njóta þess. Ég efa ekki að ég verði smá stressuð en það er ágætt. Þá fær maður smá adrenalín og það hjálpar bara til. Þetta verður æðislegt," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er 19 ára Garðbæingur sem er kominn á sína fyrstu Ólympíuleika. Það leynir sér ekki þegar fylgst er með Ragnheiði á æfingu að hún nýtur þess í botn að vera komin til Aþenu. "Það er ekkert smá frábært að vera komin hingað. Þetta er ekkert smá stórt eitthvað og aðstaðan alveg stórkostleg og þetta er bara æðislegt," sagði Ragnheiður með glampa í augunum og nokkuð ljóst að hún meinti hvert orð. "Þetta er ekkert líkt því sem ég átti von á. Ég var búin að búast við einhverju stóru og flottu en þetta er enn stærra en ég gerði mér vonir um. Ég er mjög ánægð með allt hérna." Ragnheiður syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar en samhliða sundinu stundar hún nám á fatahönnunarbraut í FG. Hún hefur haft góðan aðlögunartíma í Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst með félögum sínum keppa. "Það er misjafnt hvernig ég finn mig í lauginni en mér finnst hún mjög góð. Mér finnst fínt að hafa hana úti. Maður er vanur því heima og því er þetta bara gott fyrir okkur," sagði Ragnheiður, sem keppir bæði í 50 og 100 metra skriðsundi. Lengra sundið er á undan. "Ég er mjög bjartsýn fyrir þessa leika. Ég verð að vera bjartsýn og í góðu skapi því þá gengur mér alltaf mjög vel. Það er auðvitað pínu stress en það er fyrst og fremst tilkomið út af því að þetta er svo gaman. Ég stefni að því að bæta Íslandsmetin í báðum greinum," sagði Ragnheiður en hún á bæði metin sjálf. "Ég held að ég sé í formi til þess að slá metin. Ég er búin að æfa ansi lengi fyrir þessa leika. Hef lagt mikla áherslu á tækni og þol. Ég var að æfa tvisvar á dag og líka í þreki. Hef verið mjög dugleg við að fara í þrek og styrkja mig aðeins. Ég er í hörkuformi." Ragnheiður kemur fyrir sem ákaflega glaðlynd og skemmtileg stúlka og hún ætlar að fara í gegnum mótið á gleðinni. "Ég vona svo sannarlega að ég nái að njóta þess. Ég efa ekki að ég verði smá stressuð en það er ágætt. Þá fær maður smá adrenalín og það hjálpar bara til. Þetta verður æðislegt," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira