Samfélag stjarnanna 13. október 2005 14:32 Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorpið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæðinu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytnin er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grískan, asískan, indverskan, mexíkóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamennirnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvikmyndahús, æfingasali, frjálsíþróttavöll og sundlaug. Svo er íslenski hópurinn einnig með veglegt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönnum er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísraelsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kringum ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru staðsettir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vinalegar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum herbergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálfarar hafa síðan myndbandaaðstöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hefur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfararstjóri íslenska hópsins. Hann hefur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nánast allt hefur staðist hjá Grikkjunum. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorpið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæðinu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytnin er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grískan, asískan, indverskan, mexíkóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamennirnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvikmyndahús, æfingasali, frjálsíþróttavöll og sundlaug. Svo er íslenski hópurinn einnig með veglegt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönnum er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísraelsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kringum ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru staðsettir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vinalegar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum herbergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálfarar hafa síðan myndbandaaðstöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hefur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfararstjóri íslenska hópsins. Hann hefur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nánast allt hefur staðist hjá Grikkjunum. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira