Slökktu á sjónvarpinu 13. október 2005 14:32 Smári Jósepsson skrifar um einn stærsta tímaþjóf allra tíma Ah! Blessað sjónvarpið. Það getur gert mann alveg snar stundum. Sérstaklega þegar maður stendur sig að því að horfa á rammann sjálfan en ekki það sem er í honum. Þá kemur ein þunglyndasta hugsun heims: "Ég á mér ekkert líf". Botninum er náð. Í stað þess að gera skapandi hluti með eigið líf fylgist maður með þáttaröðum sem fjalla um spennandi atburði í lífi annarra. Sefjandi svo ekki sé meira sagt. Eins og með allt þá eru skoðanir fólks misjafnar á þessu. Sumir geta ekki án þess verið - aðrir prísa sig sæla að vera lausir. Það sem helst ber að varast er þegar þessi öflugi miðill er notaður í þeim tilgangi að véla fólk til að hafa vissar skoðanir á hlutunum eða til að trúa einhverju sem er ekki satt. Ónefnd þjóð ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað þetta snertir. Með ítrekuðum áróðri tekst æðstu ráðamönnum þar í landi að sannfæra fólk um að mikil ógn stafi af öðrum þjóðum og þeim beri að verja sig með hernaðaraðgerðum. Við þessu gleypir almenningur án teljandi hugsunnar og ungir strákar með vélbyssur, sem eru stærri en þeir sjálfir, telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru sendir út á vígvöllinn. Það er með ólíkindum að hægt sé að fá manneskju til að telja sig vera að hjálpa fólki með því að beita það ofbeldi í svo miklum mæli. En þetta segir meira en mörg orð um vald þessa miðils. Fólk streymir út í búð og kaupir sér kók án þess að hafa hugmynd um af hverju það keypti sér kók. Ef maður eignast lágmarksmeðvitund um þetta þá er fyrsta skrefinu náð. Ósjálfrátt verður maður minna ginnkeyptur fyrir auglýsingum og upplýsingum og getur vinsað úr flórunni sem flæðir úr sjónvarpinu. Best af öllu er þó að vera alfarið án þess. Stuð milli stríða Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Smári Jósepsson skrifar um einn stærsta tímaþjóf allra tíma Ah! Blessað sjónvarpið. Það getur gert mann alveg snar stundum. Sérstaklega þegar maður stendur sig að því að horfa á rammann sjálfan en ekki það sem er í honum. Þá kemur ein þunglyndasta hugsun heims: "Ég á mér ekkert líf". Botninum er náð. Í stað þess að gera skapandi hluti með eigið líf fylgist maður með þáttaröðum sem fjalla um spennandi atburði í lífi annarra. Sefjandi svo ekki sé meira sagt. Eins og með allt þá eru skoðanir fólks misjafnar á þessu. Sumir geta ekki án þess verið - aðrir prísa sig sæla að vera lausir. Það sem helst ber að varast er þegar þessi öflugi miðill er notaður í þeim tilgangi að véla fólk til að hafa vissar skoðanir á hlutunum eða til að trúa einhverju sem er ekki satt. Ónefnd þjóð ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað þetta snertir. Með ítrekuðum áróðri tekst æðstu ráðamönnum þar í landi að sannfæra fólk um að mikil ógn stafi af öðrum þjóðum og þeim beri að verja sig með hernaðaraðgerðum. Við þessu gleypir almenningur án teljandi hugsunnar og ungir strákar með vélbyssur, sem eru stærri en þeir sjálfir, telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru sendir út á vígvöllinn. Það er með ólíkindum að hægt sé að fá manneskju til að telja sig vera að hjálpa fólki með því að beita það ofbeldi í svo miklum mæli. En þetta segir meira en mörg orð um vald þessa miðils. Fólk streymir út í búð og kaupir sér kók án þess að hafa hugmynd um af hverju það keypti sér kók. Ef maður eignast lágmarksmeðvitund um þetta þá er fyrsta skrefinu náð. Ósjálfrátt verður maður minna ginnkeyptur fyrir auglýsingum og upplýsingum og getur vinsað úr flórunni sem flæðir úr sjónvarpinu. Best af öllu er þó að vera alfarið án þess.
Stuð milli stríða Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira