Baráttuglatt íslenskt lið tapaði 14. ágúst 2004 00:01 Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira